Spurning: Ég veit ekki hvað á eftir að gerast í framtíðinni, en ég hef miklar áhyggjur af mínu hlutskipti. Er það rétt?
Sri Chinmoy: Nei, við ættum ekki að hafa áhyggjur. Við ættum að hafa algjöra trú á Guði, á okkar Innri Leiðbeinanda eða okkar andlega meistara. Okkur verður að finnast að Guð viti ekki aðeins hvað er okkur fyrir bestu, heldur muni hann gera það besta fyrir okkur. Við höfum áhyggjur vegna þess að við vitum ekki hvað mun henda okkur á morgun eða jafnvel næstu mínútu. Okkur finnst að enginn muni gera neitt fyrir okkur ef við gerum það ekki sjálf. En ef við getum fundið að það er einhver sem hugsar óendanlega meira um okkur en við hugsum um okkur sjálf, og ef við getum meðvitað boðið honum ábyrgðina á okkur, segjandi, ’’Vert þú ábyrgur. Eílífi Faðir, Eílífa Móðir. Megir þú vera ábyrgur fyrir því hvað ég segi, geri og vex inní, ’’ þá verða fortíðin, nútíðin og framtíðin hans vandamál. Svo lengi sem við reynum að vera ábyrg fyrir eigin lífi, mun okkur ekki líða vel. Við munum ekki einu sinni getað nýtt almennilega tvær mínútur af heilum sólarhring. Þegar við getum fundið að við erum meðvituð verkfæri Guðs og að hann sé gerandinn, þá munum við ekki hafa áhyggjur af örlögum okkar; við munum ekki hræðast hlutskipti okkar, því við munum vita og finnast að allt sé í höndunum á hinum allt elskandi Guði, sem gerir allt inní okkur, gegnum okkur og fyrir okkur. Við skulum meðvitað gefa okkar eiginlegu tilveru, það er, allt sem við höfum og allt sem við erum, til Guðs. Það sem við höfum er þrá til að vaxa inní sjálfa eftirmynd Guðs, inní óendanlegan frið, ljós og alsælu. En það sem við erum núna er fáviska, hafsjór fáfræði. Ef við getum gefið hina nístandi þrá okkar og hafsjó fáfræði til Guðs, þá eru öll okkar vandamál leyst. Við ættum ekki og þurfum ekki að hafa áhyggjur af örlögum okkar. Með styrk uppgefni okkar munum við verða algjörlega eitt með alheimsvilja Guðs.
Videó: "Er hægt að breyta örlögum með bænum og hugleiðslum okkar."
Spurning: Hvernig getur maður sigrast á áhyggjum?
Sri Chinmoy: Hunsaðu þær viljandi. Þú getur treyst því að áhyggjur hafa líka sitt stolt. Þær munu hunsa þig algjörlega. Þeim mun finnast það vera fyrir neðan þeirra virðingu að koma til þín og gefa þér öll sín vandamál og ábyrgð. Hví hefur þú áhyggjur? Farðu með bænir þínar á morgnana, einbeittu þér í hádeginu, íhugaðu á kvöldin, hugleiddu á næturnar. Það er allt sem þarf! Áhyggjur þínar eru grafnar í algleymi. Afhverju hefur þú áhyggjur? Líttu í kringum þig; sjáðu, Guð er að horfa á þig. Farðu inní huga þinn; sjáðu, Guð er allur fyrir þig. Farðu inní sál þína; sjáðu, Guð hefur þegar gert allt fyrir þig.
Spurning: Er gott að hafa þekkingu á framtíðinni?
Sri Chinmoy: Að þekkja framtíðina er aðeins gott ef maður hefur þolinmæði, trú og visku til að nota þessa þekkingu á viðeigandi hátt.
Segjum að þú sjáir eitthvað í lífi þínu sem dregur úr þér kjark, er letjandi, eyðileggjandi og mun eiga sér stað í náinni framtíð. Fyrst þú veist það fyrirfram, þá hefur þú tækifæri til að biðja til Guðs um að afstýra ógæfunni. Á hinn bóginn ef þú sérð að eitthvað gott, Guðlegt, hvetjandi, upplýsandi og uppfyllandi mun eiga sér stað í náinni framtíð, þá getur þú strax byrjað að biðja til Guðs með einlægu þakklæti og beðið um að Guð flýti fyrir þessari uppfyllandi opinberun.
Guð gæti svarað bæn þinni og flýtt fyrir ferlinu ef Hann sér að þú virkilega metur blessun Hans. Ef Guð svo blessar þig með innri sýn og með getu til að þekkja framtíðina þá verður þú að nota hana á réttan hátt. Það er til fólk sem hefur þessa sýn en hefur ekki næga visku til að nota hana varlega. Þegar það spáir miklum hörmungum í framtíðinni, skapar það gagnslausa og eyðileggjandi hræðslu í fólki í staðinn fyrir að veita þeim innblástur til að biðja um vernd og uppljómun.
Spurning: Telur þú að forspárhæfileikar geti takmarkað frjálsan vilja mannsins?
Sri Chinmoy: Forspá takmarkar ekki endilega frjálsan vilja mannsins. Það fer algjörlega eftir visku og getu þess er hefur þekkingu á framtíðinni að meðhöndla forspárshæfileikann. Það gæti verið hjálplegt að hafa getuna til að vita framtíðina, en maður ætti ekki að biðja Guð um að veita sér getuna. Maður ætti aðeins að biðja til Guðs um fullnustu Hans vilja.