útdráttur úr ritum Sri Chinmoys
Hugleiðsla og tónlist verða ekki aðskilin. Besta tegund hugleiðslu er að grátbiðja um frið, ljós og alsælu frá innstu hjartarótum. Tónlist kemur næst á eftir hugleiðslunni, sálþrungin tónlist sem hreyfir við háleitri vitund okkar og lyftir henni upp. Við orkum ekki að hugleiða allan sólarhringinn en við ráðum við tveggja klukkustunda hugleiðslu á dag. Þess á milli getum við leikið og hlustað á tónlist. Við hefjumst samstundis á hærra vitundarsvið þegar við leikum eða hlustum á sálþrungna tónlist, sálræna tónlist. Þegar við leggjum hjaita og sál í flutning tónlistarinnar lyftumst við hátt, hærra, hæst.
Sri Chinmoy talar um hvernig tónlist sé goð eða slæm í hugleðslulífinu okkar
Við fáum innblástur og djúpa gleði í hvert sinn sem við heyrum sálþrungna tónlist. Hún getur lyft vitund okkar á augabragði. En ef við auk þess biðjumst fyrir og hugleiðum erum við tvímælalaust uppljómaðri og fáum meiri fyllingu en tónlistarunnandi sem lifir ekki meðvitað andlegu lífemi. Sérhver andlegur tónlistarmaður breiðir meðvitað út ljós Guðs hér á jörðinni. Guð er Hljóðfæraleikari alheimsins, hinn eilífi Hljóðfæraleikari, og við erum hljóðfæri Hans. En það kemur að því í þroskaferli okkar að við finnum að við emm orðin algjörlega eitt með Honum. Þegar það gerist erum við ekki lengur hljóðfæri; heldur guðlegir tónlistarmenn. Guð býr til rétta hljóðfærið og blæs hljóðfæraleikaranum í brjóst að leika á tilhlýðilegan hátt.
Reynum ekki að skilja tónlistina með huganum. Reynum ekki einu sinni að finna fyrir henni með hjartanu. Við skulum einfaldlega og áreynslulaust leyfa tónlistar-fuglinum að fljúga um víðáttur himinsins í hjarta okkar. Fljúgandi opinberar hann okkur það sem hann hefur og það sem hann er. Hann hefur boðskap Ódauðleikans. Og hann er leið Eilífðarinnar