„Hlaup hjálpa okkur töluvert. Hlaup er stöðug hreyfing. Vegna hlaupa okkar finnum við fyrir því að það er markmið - ekki aðeins ytra markmið heldur líka innra markmið. “
Sri Chinmoy
Heimspeki liðsins
Sri Chinmoy trúði því að íþróttir og andlegur þroski færi vel saman. Viðburðir sem maraþonliðið skipuleggja gefa þátttakendur tækifæri til að sigrast á takmörkunum sínum og öðlast ánægju af því að efla eigin getu.
Video
Viðtal við Sri Chinmoy um andlega heimspeki langhlaupa, tekið á meðan 6 og 10 daga hlaup fór fram í New York.
Þekktir viðburðir
Sri Chinmoy Self-Transcendence 3100 Mile Race er lengsta hlaupið á vegum maraþonliðsins. New York Times lýsti því sem “Hæsta tindi ofurhlaupa”. Hlaupið hefur verið haldið árlega síðan 1997 í Queens, New York. Hlauparar þurfa að hlaupa að meðaltali 95 km á dag til að ljúka hlaupinu innan 52 daga takmarksins.
Video
Viðtal við Jayasalini Abramovskikh frá Russlandi sem lauk hlaupinu árið 2014
Sri Chinmoy sex- og tíu daga hlaup Tvö ofurhlaup sem fram fara samtímis í New York. Þetta er einn helsti viðburður í bandaríska ofurhlaupadagatalinu.
Sundkeppni í Zürichvatninu. Vinsæl 26 km sundkeppni eftir endilöngu Zürichvatni. Margir þeirra sem þreytt hafa sund yfir Ermarsundið hafa notað þessa keppni sem hluta af undirbúningi sínum.
Sri Chinmoy þreföld þríþraut. Þrjár utanvega-þríþrautir hver í framhaldi af annarri. Þrautin tekur keppendur í gegnum alla borgina Canberra í Ástralíu.
Liðsmenn Sri Chinmoy maraþonliðsins hafa skarað fram úr í hlaupum, hjólreiðum og sundi og eru þar á meðal nokkrir landsmethafar og mörg heimsmet hafa verið sett í þessum keppnum.
Liðsmenn maraþonliðsins hafa synt yfir Ermarsundið 45 sinnum, næst oftast af öllum liðum.
Video
Abhejali Bernardova frá Tékklandi synti Ermarsundið árið 2011.
Dipali Cunningham, frá Ástralíu setti heimsmet kvenna í 6 daga hlaupi; hljóp 513 mílur árið 2009, þá 53 ára að aldri.
Ashprihanal Aalto, frá Finnlandi, á metið í 3100 mílna hlaupinu sem hann lauk á 40 dögum og 9 klukkustundum. Hann hefur lokið hlaupinu alls 15 sinnum.