SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Sameinuðu þjóðirnar

Vorið 1970, í boði U Thant adalritara, hóf Sri Chinmoy friðarhugleiðslur hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir sendiherra og starfsfólk.

Sri Chinmoy og U Thant

Í 50 ár hefur Sri Chinmoy: Friðarhugleiðslan Sameinuðu þjóðanna haft frumkvæði að og stadið að margskonar menningarviðburðum, fyrirlestrum of tónleikum til framgangs friðarmála, oft í samvinnu við aðidarþjóðir Sameinuðu þjóðanna sem og stofnanir og samtök sem stydja hugsjónir og markmið Sameinuðu þjóðana. Þessar hugleiðslur og viðburðir halda áfram til þessa dags.

Video

Hvert er raunverulegt framlag Sameinuðu þjóðanna til mannkyns?
ræða eftir Sri Chinmoy

Hvert er raunverulegt framlag Sameinuðu þjóðanna til mannkyns? S.Þ. eru hin mikla von mannkyns. S.Þ. eru Guðdómsins háleitu fyrirheit. Vonin þarfnast fullvissu frá sál himinsins. Fyrirheitin þarfnast móttækileika af hjarta jarðarinnar.

Ef við lítum á S.Þ. sem mannlega veru á hún sér vitaskuld líkama, lífafl, huga, hjarta og sál. Líkami S.Þ. reynir að þjóna mannkyni, lífaflið keppir að því að virkja mannkynið, hugurinn þráir að innblása mannkyn, hjartað grátbiður um að fá að elska mannkyn og síðast en ekki síst leitast sálin við að umfaðma mannkyn.

Vilji S.Þ., sem heildar, er að veita frið. Friður og S.Þ. eru óaðskiljanleg. Hvað er átt við með friði? Friður þýðir ekki að vera laus við stríð. Þó að tvær þjóðir heyi ekki stríð á ytra borðinu jafngildir það svo gott sem stríði ef þær ala með sér yfirgangssamar hugsanir, neikvæðar hugsanir í garð hvor annarrar hið innra. Friður merkir að til staðar er eindrægni, kærleikur, fullnægja og eining. Friður er það þegar kærleikur ríkir innan heimsfjölskyldunnar. Friður er samsláttur alheimshjartans og eining alheimssálarinnar.

Fyrir mér eru S.Þ. stórfenglegar. Af hverju? Vegna þess á hve háum hugmyndum þær byggja. Fyrir mér eru S.Þ. góðar. Afhverju? Vegna þess að þær leita allra leiða til að umbreyta hugmyndum sínum í lifandi veruleika. Fyrir mér eru S.Þ. guðlegar. Afhverju? Vegna þess að þær eru hjartfólgið afkvæmi Almættisins og hafa helgað sig því að stuðla að heimsfriði.


Þeir menn, sem síðan hafa gegnt starfi aðalritara S.Þ — U Thant, Kurt Waldheim, Javier Perez De Cuellar og Kofi Annan —hafa allir látið í ljós viðurkenningu á starfi Sri Chinmoys.

„Eg geri mér vel grein fyrir hvað þú gerir fyrir okkur. Eg finn það.“ 

Kurt Waldheim

„Þú einbeitir þér að þeim sannindum og hugsjónum sem geti sameinað mannkynið: Þránni eftir friði, þörfinni fyrir samúð, leitinni að umburðarlyndi og skilningi milli karla og kvenna allra þjóða.“

Javier Perez de Cuellar