SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Ljóð um hamingju

Ljóð og spakmæli eftir Sri Chinmoy


Einlæg leit þín að
 sjálfum þér
mun verða samheiti fyrir 
fullkomnun og hamingju.


Í djúpum hjarta þíns
skaltu á hverjum degi
rækta einarðan vilja.
Þá munt þú, vandkvæðalaust,
yfirstíga sérhvert vandamál í hugans rúmi.


Mannshugurinn er ílát.
Þú getur fyllt það
góðum hugsunum
eða slæmum.
Þitt er valið.


Ekkert motstöðuafl getur vogað sér að standa til frambúðar í vegi fyrir risandi ákalli hjarta mins.


Lifðu í hjartanu
Tækifærin munu vekja þig til lífsins.


Rétt eins og blómin sem sofa
á kyrrlátri kvöldstund
mun mjallhvítt hjarta mitt halla höfði
að hinni sívaxandi Dögun.


Að festast í mýrarfeni fáviskunnar
er sjúkdómur sem hrjáir alla heimsbyggðina.
Þegar hjartað byrjar að syngja
nýjan söng,
söng háleita ákallsins,
mun sjúkdómur heimsbyggðarinnar
umbreytast í
yfirskilvitlegu lækninguna.


Æ hugur minn,
þú ert alltaf með
þungskýjaðan himinn í eftirdragi.

Æ hjarta mitt,
þú ert alltaf með
mánaskin í eftirdragi.

Æ sálin mín,
þú ert alltaf með
sæluvímu sólarinnar í eftirdragi. 


Hvað sé ég
í Himna-frjálsum huga mínum?
Ég sé kort
af næturkyrrðinni
Ánægju-bros.


Í dag
Hef ég uppgötvað
Að með hverri hugleiðslu
Getur vöðvi andlega hjartans orðið Sterkur, sterkari, sterkastur.


Fylling lífsins 
felst í því að dreyma
 og að gera að veruleika
 ógerlega drauma.