SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Hugleiðsla og Guð

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Guð getur birst hvort heldur sem er í formi eða án forms. Í hugleiðslu er best að hugsa sér Almættið sem mannlega veru. Byrjandi ætti alltaf að hugleiða á persónulegan Guð. Ef þú reynir að koma auga á ópersónubundna ásýnd Guðs verðurðu ringlaður af mikilleika Hans. Þess vegna skaltu fyrst einbeita þér að hinum persónulega Guði og síðan geturðu snúið þér til hins ópersónubundna Guðs.

Video
Videó: Sri Chinmoy talar um kærleika Guðs

Vel má vera að þú sért nýgræðingur í andlegri iðkun eins og er en þú mátt ekki halda að það vari að eilífu. Allir em einhvern tíma byrjendur. Ef þú ástundar einbeitingu og hugleiðslu reglulega og þér er full alvara með andlegn lert þinni hlýtur þér að fara fram. Það sem er mikilvægast er að láta ekki hugfallast. Guðskynjun ávinnst ekki á einni nóttu. Ef þú hugleiðir reglulega af tygglyndi og ákallar Guð rétt eins og barn hrópar á móður sína þarftu ekki að hlaupa að takmarkinu. Nei, takmarkið mun koma og standa frammr fyrir þér og gera tilkall til þín.

Um síðir munum við gefa Guði það sem Hann hefur þegar gefið okkur:
Sálþrungið ákall Eilífðarinnar og frjósamt bros Óendanleikans.

Sri Chinmoy

Myndlist eftir Sri Chinmoy

Spurning: Hvað þýðir synd fyrir þér?

Sri Chinmoy: Fyrir mér er synd einhvers konar ófullkomleiki eða fáfræði. Það er ekki endilega eitthvað mjög slæmt, ljótt eða ósnertanlegt. Í ferli þróunarinnar stefnum við að ná fullkomnun, en sem stendur erum við flest öll að veltast um í heimi nautna, fáfræðis og sjálfselsku. Eins lengi og við lifum í fáfræði, munum við gera ranga hluti, við munum drýgja synd. En þér má ekki finnast þú vera algerlega glataður eða hulinn myrkri. Þú ert aðeins að þróast frá litlu ljósi til meira ljóss og á endanum til algjörs frelsis frá fáfræði, ófullkomleika og synd.


Spurning: Hvernig fer maður að því að frelsast frá synd? Öðlast maður frelsi allt í einu?

Sri Chinmoy: Maður getur aðeins frelsast frá synd með því að ákalla hina ótakmörkuðu náð Guðs. Náð Guðs kemur ávallt í miklum mæli og kröftuglega, en flest mannfólk reynir ekki að meðtaka hana. Ef einstaklingurinn vill frelsa sjálfan sig frá fáfræði og ákallar Guð, þá mun hann örugglega fá lausn frá syndum fáfræðinnar. Þetta frelsi kemur hægt og bítandi í samræmi við aukna uppljómun leitandans. Þú mátt ekki búast við skjótum umbreytingum sem líkjast kraftaverkum þó það eigi til að gerast.


Geturðu sagt mér hvers vegna Indverjar tilbiðja svona marga guði og gyðjur en ekki einn guð?

Getur þú sagt mér hvers vegna þú tilbiður Föðurinn, Soninn, Heilagan Anda og svo margar engla? Í alvöru talað þá tilbiðjum við Indverjar aragrúa guða og gyðja. Og við erum stollt af því. Við erum jaínvel á þeirri skoðun að sérhver einstaklingur verði að hafa sinn eigin guð; sérhver maður verður að hafa eigin leið til að finna Guð.

Vissulega eru þessir guðir og gyðjur einfaldlega mismunandi birtingar hins Eina Algjöra. Sérhver guð eða gyðja felur í sér sérstakan þátt eða eigileika hins Æðsta. Vangeta okkar til að þekkja alheimslegt samræmi allra þessara ólíku þátta veldur miskilningi á meðal okkar og deilum. Þegar við skynjum Alheimsandann, hinn Ópersónulega, getum við lifað í samræmi við öll þessi ólíku trúarbrögð. Þá getum við séð sannleikann á bak við hugmyndimar um guði og gyðjur.