SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Guðskynjun

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Alveran

Ei hugur, ei form, tilveran ein;
linnir hugsun sem vilja.
Hinsti endir lífsins dans;
Eg verð Það sem ég leita.

Hérað hreinnar Himnasælu,
handan staðreynda þekktra.
Omældrar hvíldar að lokum ég nýt;
einn, í áheyrn hins Eina.

Ég hef fetað launstíga lífsins;
lokatakmarkið breyst í ég hef.
Opinberast hinn brigðlausi Sann;
Eg er Vegurinn, Guðsálin Ég.

Andinn var við hæstu hæðir,
þögull ég dvel í sólarkjarna.
Tóm ég fæ í stað tíma og rúms;
tekur enda minn alheimsleikur.

Lífið er gullið tækifæri sem almættið gefur okkur. En tækifæri er eitt og árangur er annað. Andleg þróun okkar og innri framför er mjög stöðug, mjög hægfara og ætíð jafn mikilvæg. Að sjálfsögðu er til fólk sem í hundruð eða þúsundir jarðvista fylgir eðlilegri og náttúrulegri hringrás fæðingar og dauða. Svo gerist það dag einn í eilífð Guðs að það skynjar Guð.

En þeir eru líka til, sem eru einlægir og sannir í andlegri þrá sinni og strengja þess heit að í þessari jarðvist, hér og nú, skuli þeir skynja Guð. Þeir segja þetta þrátt fyrir að þeir viti að þetta er hvorki þeirra fyrsta né síðasta jarðvist. Þeir vita að til er fólk sem hefur skynjað Guð og þeir vilja ekki bíða eftir einhverri framtíðar jarðvist til að ná því marki. Þeim finnst líf án Guðsskynjunar gagnslaust og vilja ná henni eins fljótt og kostur er.


Allir verða að skynja Guð. Þú segir ef til vill að þú viljir ekkert borða. En það er eitt sem þú kemst ekki hjá að borða og það eru ávextirnir af tré Guðskynjunarinnar. Það má vera að þú hafnir allri annarri fæðu, en fæðu Guðskynjunar muntu ekki geta hafnað. Guð mun segja; „Ef þú hefur ekki lyst á matnum, borðaðu þá ekki. En þessa fæðu, fæðu Guðskynjunar, verðurðu að borða fyrr eða seinna, í þessari jarðvist eða eftir tíu jarðvistir.