SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Fríðurinn er innra með okkur

Þetta er ein af ræðum um jóga sem Sri Chinmoy flutti árið 1966 í Brooklyn, New York.

Innri friður verður aldrei of dýru verði keyptur. Friður er samstillt stjórn á lífsinu. Hann iðar af lífsorku. Hann er máttur sem fer hæglega fram úr allri veraldlegri þekkingu okkar. Engu að síður er hann ekki aðskilinn jarðneskri tilveru okkar. Með því að opna rétta farvegi innra með okkur getum við fundið þennan frið hér og nú.

Friðurinn er eilífur og það er aldrei of seint að öðlast frið. Það er ætíð tímabært. Ef við missum ekki sjónar á Uppruna okkar, sem er eilífur friður, getur líf okkar svo sannarlega borið ávöxt.

Mesta ólán, sem maðurinn getur orðið íyrir, er að glata innri friði. Engin ytri öfl geta rænt hann friði heldur eru það hans eigin hugsanir og gjörðir sem það gera.

Veraldleg afrek og auðsöfnun munu aldrei verða okkar helsta skjól. Gull og gersemar heimsins styrkja aldrei tengsl sálar okkar við friðinn sem nærir og uppfyllir. Sál okkar lifir í friði og fyrir frið. Ef við lifum friðsælu lífi verðum við ætíð auðug og aldrei snauð. Innri friður okkar yfir sjónarrönd stígur, eins og takmarkalaus himinninn er um hann lykur.

Lengi höfum við strítt og mikið höfum við þjáðst, víða höfum við farið en ásjóna friðarins er okkur enn hulin.

Friður er líf. Friður er eilíf alsæla. Huglægar, tilfinningalegar og líkamlegar áhyggjur fyrirfinnast en það er undir okkur sjálfum komið hvort við tökum þeim eða höfnum. Þær eru langt í frá óumflýjanlegir þættir lífsins. Þar sem almáttugur Faðir okkar er einskær friður er friðurinn sameiginleg arfleifð okkar. Það eru hrapalleg mistök að misnota og vanrækja þau gullnu tækifæri sem okkur eru gefin nú og íþyngja sér enn meir í framtíðinni með iðrun og eftirsjá. Við verðum að einsetja okkur það hér og nú að sökkva hjarta okkar og sál í djúp friðarins mitt í dagsins önn. Misskilningur er að halda að friðurinn muni koma til okkar þegar líður að lokum lífsgöngunnar. Það að vonast til þess að öðlast frið án þess að hafa lagt stund á hug- leiðslu og andlegan aga er eins og að vonast eftir vatni í eyðimörk.

Til að öðlast hugarró er nauðsynlegt að biðja. En hvernig á að biðja? Með grát í hjarta. Hvar á að biðja? Á afviknum stað. Hvenær á að biðja? Um leið og innri verund okkar æskir þess. Hvers vegna á að biðja? Það er spurning spurninganna. Ef við viljum að Guð uppfylli langanir okkar eða andlega þrá verðum við að biðja. Hvers getum við vænst af Guði fram yfir það? — Að Hann geri okkur kleift að skilja allt, allt í engu og ekkert í öllu: Hið algjöra í tóminu og tómið í hinu algjöra.

Við verðum alltaf að taka afstöðu. Við verðum að vera meðvituð um hverfulleika heimsins, sem laðar til sín athygli okkar. Til þess að hljóta eitt- hvað, sem varir að eilífu, og renna styrkum stoðum undir líf okkar verðum við að snúa okkur til Guðs. Um annað er ekki að velja. Og það gefst ekki betra tækifæri til að taka þá stefnu en þegar við erum mest hjálparvana.

Gott er að finna sig hjálparvana.
Betra er að rækta anda sjálfs-undirgefni.
Best er að vera meðvitað verkfæri Guðs.

Allt byggist, meðvitað eða ómeðvitað, á huganum, einnig leitin að friði. Hlutverk hugans er að eyða þoku efans. Tilgangurinn með hreinleika hugans er að afmá mistur veraldlegs hugarfars og höft fáfræðinnar. Ef hugurinn er ekki hreinn næst ekki varanlegur árangur í andlegu líferni.

Við öðlumst ekki frið fyrr en við hættum að gagnrýna aðra. Okkur verður að finnast allur heimurinn tilheyra okkur. Þegar við einblínum á mistök annarra göngum við inn í ófullkomleika þeirra. Það kemur okkur ekki að neinu gagni. Svo einkennilegt sem það hljómar þá verður það æ skýrara, þeim mun dýpra sem við köfum, að ófullkomleiki annarra er okkar eigin ófullkomnun en aðeins í öðrum líkama og huga. Ef við hins vegar hugsum til Guðs, dýpka samúð og guðdómleiki Hans innri skilning okkar á sannleikanum. I fyllingu andlegrar skynjunar okkar verðum við að taka mannkynið sem eina fjölskyldu.

Við megum ekki leyfa fortíðinni að þjaka og uppræta friðinn í hjarta okkar. Góðar og guðlegar gjörðir okkar í dag geta hæglega vegið upp á móti slæmum og óguðlegum gjörðum fortíðarinnar. Hafi syndin það á valdi sínu að græta okkur, býr hugleiðslan tvímælalaust yfir mættinum til að færa okkur gleði og gæða okkur guðlegri visku.

A hinn bóginn er mikilvægara að biðja til Guðs um frið af fullri einbeitni og einlægri til- beiðslu, þó ekki sé nema í fimm mínútur, heldur en að sitja löngum stundum við kæruleysislega og máttlausa hugleiðslu.

Friðurinn er innra með okkur, undirstaðan í lífi okkar. Svo að héðan í frá skulum við einsetja okkur að fylla hugi okkar og hjörtu af tilbeiðslutárum, grundvelli friðar. Ef innri undirstaðan er traust getur yfirbyggingin aldrei orðið hættulega stór, því að friður ríkir fyrir neðan, friður ríkir fyrir ofan, friður ríkir hið innra og hið ytra.