útdráttur úr ritum Sri Chinmoys
Til eru tvær gerðir andlegrar ástundunar. Onnur er fölsk, gjörsamlega fölsk, en hin er sönn, alveg sönn.
Hin falska segir okkur að við verðum að afneita og hafna lífinu til þess að komast til himnaríkis eða öðlast fríð, ljós og alsælu í jarðnesku lífi okkar. Hún segir að við verðum að afsala okkur öllu ef við þráum gleði, frið og alsælu í lífinu og út úr lífinu.
Sönn andleg ástundun segir okkur að við megum ekki afsala okkur, afneita eða hafna neinu. Hún segir okkur að við verðum að taka öllu. Við verðum að taka heiminum sem slíkum og síðan að umbreyta innri og ytri heimi okkar í þágu Guðskynjunar, opinberunar Guðs og birtingar Guðs. Það er eingöngu í því sem takmarkalaus friður, ljós og fögnuður felast.
Sumir halda að það sé nauðsynlegt að draga sig út úr lífinu til þess að öðlast frið en þar fara þeir villur vegar. Með því móti næst aldrei fullnægja. I gegnum athafnasemi tökum við framförum og ávinnum okkur eitthvað. Athafnasemi, fullnaður, sköpun og birting veitir okkur fullnægju.
Ef við lítum á fljót þá sjáum við að það rennur óaflátanlega í hafið. Það flytur alls kyns rusl — óhreinindi, steina, lauf, sand — sem það tekur með sér á leiðinni en það rennur stöðugt áfrarn til hafs. Við ættum líka að líta á líf okkar sem fljót sem rennur í átt að hafinu. Hér er átt við haf upfyllingarinnar. Við munum aldrei ná takmarki okkar með því að vera óvirk og þora ekki að aðhafast af ótta við að vera viðriðin ófullkomleika heimsins.
Við verðum að láta til okkar taka. Ef við drögum okkur út úr lífinu segjum við Guði meðvitað og vísvitandi að við viljum ekki taka þátt í leik Hans. Guð mun láta það óáreitt í nokkra daga, mánuði eða ár en síðan mun Hann knýja okkur til þátttöku aftur, svo að Hann fái lokið verki sínu í okkur og gegnum okkur. Það verður ekki hjá því komist að viðurkenna heiminn og horfast í augu við hann. Ef við gerum það ekki helst hann óbreyttur og þá verðum við vansæl yfir því að hafa ekki lagt neitt af mörkum í þágu hans.
Spurning: Geturðu ráðlegt mér hvort ég eigi að fara frá konunni minni og barni til að kafa dýpra í andlega lífið?
Í þínu tilviki finnst mér að þú eigir að vera áfram hjá konunni þinni og barni. í dag viltu kannski fara frá þeim, á morgun viltu kannski yfirgefa Guð. Þú skynjar ekki Guð með því einu að yfirgefa mannkynið. Með því að vera áffam hjá þeim verður skynjun þín dýpri og meira gefandi. Á ákveðnu stigi á andlega ferðalaginu okkar er vissulega nauðsynlegt að afneita efnishyggjulífinu en þegar lengra er komið er það ekki lengur nauðsyn. Þá sækjumst við ekki eftir neinu og afheitum heldur engu.