SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Andlega leiðin

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys


Spurning: Hvernig er hægt að gera sér grein fyrir því hvort maður er tilbúinn ab leggja út á andlega braut?

Þegar þú finnur til svengdar, veistu að þú þarft að borða. Hungrið rekur þig til að nærast. Í innra lífinu er það líka svo að ef þig hungrar í frið, ljós og sælu geturðu verið viss um að þú ert reiðubúinn. Þú ert undir það búinn að fara inn á andlega braut, ef þú hefur þetta innra ákall. Ef þörfin er fyrir hendi ertu tilbúinn, annars ekki.

Annað veifið gerist það að leitandinn er reiðubúinn og Meistarinn tiltækur en leitandinn er svo háður hversdagslífinu að það stendur í vegi fyrir því að hann leiti Meistarans af nægilegri einlægni. Um daginn sagði mér kona ein að hún væri búin að leita sér að Meistara í nítján eða tuttugu ár. Ég varð furðu lostinn því að ég var þess fullviss að Meistari hennar væri á lífi. Ef hún hefði verið einlæg í leit sinni og grátbeðið um Meistara sinn, hefði hún örugglega fundið hann.

Ef leitandi grátbiður einlæglega um leið til að fylgja mun rétt leið hans birtast honum. Ef hann grátbiður í raun og veru um andlegan Meistara mun Meistarinn annað hvort koma til hans eða þá að honum verður gert kleift að fara til Meistarans. Einlæg viðleitni er aldrei unnin fyrir gýg. Ég vil leyfa mér að segja að maður, sem leggur sig heils hugar fram, hljóti að njóta farsældar í lífi sínu bæði hið innra og ytra.


Spurning: Fer ver einstaklingur sína sérstöku leið eða eru allar leiðir nokkurn veginn þær sömu?

Ekki eru allar leiðir eins þó lokatakmarkið sé hið sama. Til eru ólíkar leiðir að sama marki. Hver einstaklingur þarf á handleiðslu Meistara að halda og jafnframt að finna sína eigin leið. Síðan verður hann að fylgja aðeins einni leið og einum Meistara sem er leiðtoginn eða leiðsögumaðurinn á þeirri leið. Hverjum einstaklingi er nauðsynlegt að finna sína eigin leið. Það þýðir ekki að enginn annar leitandi fylgi þeirri leið. Aðrir munu vilja fara sömu leið en hver og einn fer hana á sinn einstaklingsbundna hátt sem ræðst af innblæstri hans, þrá og andlegum þroska.

Video
Videó: 'Fólk sem hefur samþykkt andlega lífið: ef því finnst vera æðra öðrum, þá er andleg ástundun þeirra næstum ekki neitt.'

 

Hóphugleiðsla

Enginn hugleiðir vel á hverjum degi. Við skulum segja að í dag sért þú á mjög háu vitundarstigi á meðan manneskjan, sem situr við hlið þér, er ekki í sinni hæstu vitund. Ef þið hugleiðið saman er þrá þín, og jafnvel bara nærvera þín, henni innblástur og lyftir henni upp. Á morgun kann að fara svo að þig skorti innblástur til að fara hátt en hin manneskjan sé aftur á móti í háu vitundarástandi. Þá getur hún lyft þér upp. Hóphugleiðsla er því ætluð til gagn kvæmrar hjálpar.

Þú verður að líta á hóphugleiðslu sem reiptog. Setjum sein svo að þú sért á afar háu vitundarstigi og að hið sama gildi um leitandann sem situr við hliðina á þér. Ef tíu manneskjur á mjög háu vitundarstigi hugleiða saman er eins og þær leggist á eitt í reiptogi við fáviskuna. Ur því að fáviskan er bara ein tapar hún auðvitað reiptoginu. Þegar þú hugleiðir aleinn heima og þarft að berjast við fáviskuna upp á eigin spýtur er hugsanlegt að þú verðir fljótlega örþreyttur og gefist upp. Baráttan verður mun léttari ef þú getur hugleitt með öðrum.