SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

3100 mílna hlaup

Sri Chinmoy stofnaði 3100 mílna hlaupið (Sri Chinmoy Self-Transcendence 3100-Mile Race) árið 1997 til að sýna fram á takmarkalausa getu mannsandans.

Hlaupið fer fram í kringum húsasamstæðu í Queens, New York. Hlaupararnir hafa 52 daga til að klára 3.100 mílna vegalengd (nærri 5.000 km) og þurfa því að hlaupa 95 km á dag að meðaltali.

Þessar 3.100 mílur eru áminning um æðsta veruleikann; við getum og verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að umbreyta deyfð og tregðu í virkni. Hamingjan er ekki ennþá innan seilingar vegna þess að við erum ekki tilbúin að losa okkur við tregðuna. Vilji til að gefa af sér, vilji til að ná árangri og vilji til að vaxa og skína ætti að vera boðskapur sálarinnar. Með þeirri blessun sálarinnar getum við og munum uppfylla tilveru okkar á jörðinni.

Sri Chinmoy
Úr ræðu þegar hlaupið fór fram í fyrsta sinn 1997

Hlaupið fer fram árlega á 52 daga tímabili sem hefst um miðjan júní og lýkur í byrjun ágúst. Hlaupinn er 0,88 km hringur um íþróttavöll, leikvöll og framhaldsskóla í Queens, New York. Hlaupið hefst daglega kl. 6 að morgni og hlaupið er upp undir 18 klukkustundir á dag með hléum eftir þörfum. Á miðnætti er hlaupaleiðinni lokað yfir nóttina.

3100 mílna hlaupið í fjölmiðlum

Video
3100: Run and Become er heimildamynd um 3100 mílna hlaupiðo og ofurhlaup víða um heim.

Nirbhasa Magee, Íri sem búsettur er í Reykjavík, hefur lokið hlaupinu fjórum sinnum.

Met

  • Karlamet: Ashprihanal Aalto, Finnlandi (2015), 40 dagar 09:06:00 - að meðaltali 122 km á dag.
  • Kvennamet: Kaneenika Janakova, Slóvakíu (2017), 48 dasgar 14:24:10.
  • Á árabilinu 1997 og 2020 hafa aðeins 45 hlauparar lokið hlaupinu.
  • Flestum hlaupum lokið óslitið: Suprabha Beckjord, Bandaríkjunum, 13 sinnum á árabilinu 1997 og 2009.
Video
Heimildarmyndin 'Spirit of a Runner' fylgir Suprabhu Beckjord á hlaupinu árið 2008

Vefsíða 3100 mílna hlaupsins