Atmanam viddhi - Þekktu sjálfan þig. Sérhver maður verður að þekkja sjálfan sig. Hann verður að þekkja sjálfan sig sem hina óendanlegu, eilífu og ódauðlegu Vitund. Hugtökin Óendanleiki, Eilífð og Ódauðleiki eru okkur algjörlega framandi. Hvers vegna? Ástæðan er ofur einföld. Við lifum í líkamanum frekar en í sálinni. Líkaminn er okkur allt. Það er ekkert og getur ekkert annað verið en líkaminn. Fyrir okkur er tilvist sálarinnar algjör ímyndun. En ég fullvissa ykkur um að sálin er ekki ímyndun. Hún er um leið líf og opinberun Alheimsveruleikans. Flest okkar lifa í líkamanum, í hinni jarðbundnu líkamsvitund. Myrkrið er kennari okkar og fáfræðin er fræðari okkar. En ef við lifum í sálinni sjáum við að kennari okkar er sýn og fræðari okkar er uppljómun.
„Lífið er erfiði." Svo segir líkaminn. „Lífið er blessun." Svo segir sálin. Hið mannlega í manninum vill ekki komast handan við siðferði, samfélagið og mannkynið. Hið guðdómlega í manninum kemur firá guðdómnum niður í mannkynið, frá einingu í fjöldann.
Atmanam viddhi. Þekktu sjálfan þig. Sjáendur Upanishadritanna uppgötvuðu ekki aðeins þennan háleita boðskap heldur færðu einnig hinu þjáða og hrjáða mannkyni. Til þess að þekkja sjálfan sig verður maður að uppgötva sjálfan sig fyrst. Hvað er sjálfsþekking? Sjálfsþekking er Guðskynjun.
Án yoga er ekki um neina sjálfsþekkingu að ræða. Yoga er ekki trúarbrögð. Yoga er Alheimssannleikur. Þetta er hinn hefðbundni sannleikur Indlands. Þetta er þýðingarmesta lífsreynslan. Hið sanna yoga og lífið fara saman. Þau eru óaðskiljanleg. Ef þú reynir að aðskilja þau mun þér mistakast. Yoga og lífið er jafn óaðskiljanleg og Skaparinn og sköpunin.
Er yoga annað heiti á meinlætalifnaði? Alls ekki. Er yoga annað heiti yfir sjálfsögun? Tvímælalaust. Krefst yoga þess að við afneitum heiminum og sveltum skynfærin? Nei, aldrei, Krefst yoga þess að við viðurkennum heiminn og höfum fullkomna stjóm á skynfærunum? Já, öflugt já. Er yoga fýrir alla? Já og nei. Já, vegna þess að sérhver sál kemur frá Guði og þráir innra með sér að snúa aftur til Hans. Nei, vegna þess að sumum finnst sem þeir geti lifað án Guðs.
Geta lærdómur og röksemdir fært manni sjálfsskynjun? Nei. Einskært bókvit endar í sjálfsblekkingu. Hvers vegna? Vegna þess að manni þekkingar finnst hann hafa öðlast takmarkalausa visku. Því miður veit hann ekki að hin raunverulega takmarkalausa Viska kemur aðeins frá Guði, frá Guðskynjun. Einskær röksemdafæsla hugans endar með vonbrigðum.
Geta trúarhelgun og andleg þrá fært manni sjálfsskynjun? Já. Helgun mannsins er hjartablóm hans lagt við Fætur Guðs. Andleg þrá mannsins er sálarávöxtur hans lagður í Kjöltu Guðs.
Maðurinn þarfnast frelsis til að öðlast sjálfsskynjun. Guð gefur honum frelsi. Hvað er frelsi? Frelsi er fórnarmáttur Guðs og kraftaverkamáttur mannsins. Sri Ramakrishna, mikill andlegur meistari frá Indlandi, mælti einhverju sinni; „Vesalingnum sem endurtekur í sífellu ,Ég er bundinn, ég er bundinn' tekst aðeins að vera bundinn. Sá sem endurtekur dag og nótt ,Ég er syndgari, ég er syndgari' verður sannarlega syndgari. Trú á Guð sem er svo heit að maður getur sagt ,Ég hef endurtekið nafn Guðs, hvernig getur syndin þá haldið í mig? Hvemig get ég áfram verið syndgari?" er nauðsynleg.
Við verðum að temja okkur jákvæðar hugsanir, jákvæðar hugmyndir, jákvæðar hugsjónir. Aðeins þá mun Takmark okkar ekki lengur vera í órafjarlægð. Sérhver maður verður að finna og segja við sjálfan sig: ,Ég er við Fætur Guðs, Meistara míns. Ég er í Höndum Guðs, Skapara míns. Ég er í Hjarta Guðs, Elskhuga míns."
„Biðjið og yður mun veitast; leitið og þér munuð finna; knýið á og fyrir yður mun upplokið verða." Ég bað. Drottinn minn veitti mér takmarkalausa Samúð sína. Ég leitaði. Drottinn minn gaf mér óendanlega Ást sína. Ég knúði á. Mér til mikillar undmnar var hurðin ekki læst að innan. Elskulegi Drottinn minn beið mín með óþreyju. Sjá, ég er kominn!
Sri Chinmoy
Puerto Rico háskóli
26 ágúst 1968